Sigur Rós langsamlega best á Latitude

Sigur Rós á sviði í New York.
Sigur Rós á sviði í New York. Reuters

Latitude-tónlistarhátíðin fór fram í Suffolk á Englandi um helgina og var Sigur Rós eitt aðalnúmer hátíðarinnar. Breska blaðið The Daily Telegraph fer fögrum orðum um sveitina og segir hana með „undarlegheitum“ sínum hafa staðið upp úr í hópi keimlíkra gítarsveita.

„Sigur Rós tókst að framkvæma hið fullkomna Latitude-bragð með því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla,“ skrifar Bernadette McNulty í blaðinu.

Sigur Rós var aðalnúmer laugardagskvöldsins en aðalnúmer föstudagskvöldsins var Franz Ferdinand og á sunnudagskvöldinu var Interpol í aðalhlutverki. Gagnrýnandi Telegraph var síður hrifinn af frammistöðu þeirra.

„Á hátíðinni var krökkt af hljómsveitum sem Bandaríkjamenn myndu kalla háskólarokksveitir. Í meginatriðum hrútleiðinlegar gítarrokksveitir,“ segir í greininni.

Tunglskinsvögguvísur

Sigur Rós var hins vegar sjaldséður hvítur hrafn í augum McNulty. „Menn léku á gítara, en gerðu það á undarlegan máta með strengjabogum og voru studdir af sinfóníu og öðrum hljóðum: strengjum, spiladósum og lúðrasveit. Þeir sungu texta á skringilegri álfablöndu af íslensku og þeirra eigin tungumáli,“ segir hún og ályktar að sveitin hafi allt eins getað verið að telja upp staðarnöfn á svæðinu, svo sem Saxmundham, Walberswick og Eye and Diss.

„Hvað sem þeir voru í raun að syngja um þá hljómaði það fallega, tilfinningaríkt og dramatískt. Tunglskinsvögguvísur fyrir börn og fullorðna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir