Sigur Rós langsamlega best á Latitude

Sigur Rós á sviði í New York.
Sigur Rós á sviði í New York. Reuters

Latitude-tónlistarhátíðin fór fram í Suffolk á Englandi um helgina og var Sigur Rós eitt aðalnúmer hátíðarinnar. Breska blaðið The Daily Telegraph fer fögrum orðum um sveitina og segir hana með „undarlegheitum“ sínum hafa staðið upp úr í hópi keimlíkra gítarsveita.

„Sigur Rós tókst að framkvæma hið fullkomna Latitude-bragð með því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla,“ skrifar Bernadette McNulty í blaðinu.

Sigur Rós var aðalnúmer laugardagskvöldsins en aðalnúmer föstudagskvöldsins var Franz Ferdinand og á sunnudagskvöldinu var Interpol í aðalhlutverki. Gagnrýnandi Telegraph var síður hrifinn af frammistöðu þeirra.

„Á hátíðinni var krökkt af hljómsveitum sem Bandaríkjamenn myndu kalla háskólarokksveitir. Í meginatriðum hrútleiðinlegar gítarrokksveitir,“ segir í greininni.

Tunglskinsvögguvísur

„Hvað sem þeir voru í raun að syngja um þá hljómaði það fallega, tilfinningaríkt og dramatískt. Tunglskinsvögguvísur fyrir börn og fullorðna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir