Leðurblökumaðurinn kominn

mbl.is/G. Rúnar

Nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn, The Dark Knight, var forsýnd í Kringlubíói í kvöld og var margt um manninn. Myndin sló  aðsóknarmet í Norður-Ameríku um helgina og námu tekjur af sýningu hennar rúmum 158 milljónum dala, jafnvirði rúmra 12,5 milljarða króna.

Breski leikarinn Christian Bale, sem leikur Leðurblökumanninn í myndinni, komst óvænt í fréttir í dag þegar í ljós kom, að móðir hans og systir, sem búa í Dorset á suðurhluta Englands, lögðu fram kæru á hendur honum fyrir líkamsárás. Árásin var sögð hafa verið gerð á Dorchesterhótelinu í Lundúnum á sunnudag.

Bale kom á lögreglustöð í Lundúnum í dag þar sem hann var handtekinn og yfirheyrður en síðan látinn laus gegn tryggingu. Í yfirlýsingu frá blaðafulltrúa Bales segir að leikarinn lýsi yfir sakleysi sínu og aðstoði lögreglu við rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir