Bale biður um frið

Christian Bale og Sandra Blazic, eiginkona hans, koma á blaðamannafund …
Christian Bale og Sandra Blazic, eiginkona hans, koma á blaðamannafund í Barcelona í morgun. Reuters

Breski leikarinn Christian Bale hefur beðið fjölmiðla um að fá frið frá spurningum og umfjöllun um meinta árás hans á móður hans og systur í Lundúnum um síðustu helgi.

Bale, sem er fæddur í Wales, sagði við fréttamenn á Spáni í dag, að um væri að ræða afar viðkvæmt einkamál. „Ég bið ykkur að virða friðhelgi einkalífs míns," sagði hann.

Þetta er í fyrsta skipti sem Bale tjáir sig um málið en Bale er á Spáni til að kynna nýju kvikmyndina um Leðurblökumanninn þar sem hann leikur aðalhlutverkið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar