Lætur æskudrauminn rætast

Staðurinn er bjartur, með þægilegu andrúmslofti, þar sem ensk stífni …
Staðurinn er bjartur, með þægilegu andrúmslofti, þar sem ensk stífni fær ekki inni.

„Mig dreymdi alltaf um að opna veitingastað í London og nú hefur það ræst,“ segir Agnar Sverrisson, fyrsti íslenski stjörnukokkurinn á erlendri grund, en hann á og rekur veitingastaðinn Texture við Portman-stræti 34.

Agnar opnaði veitingastaðinn Texture í september síðastliðnum og sér sjálfur um matseldina. Hann hefur fengið mikið lof gagnrýnenda, enda vel skólaður, en Agnar er fyrrverandi lærlingur hjá Raymond Blanc á La Manoir Aux Quat Saisons-veitingahúsinu, einu því virtasta í heimi.

Þá hefur Texture fengið frábær meðmæli frá Pierre Koffman, einum virtasta kokkinum í bransanum. „Það er mikill heiður að fá slík meðmæli. Manni þykir auðvitað vænst um að fá góða umsögn frá öðrum kokkum. Þetta hefur verið ágætis byrjun hjá okkur og við höfum verið heppin með gagnrýni,“ segir Agnar. En varla er velgengnin tilviljun ein? „Ég vona ekki. Ég er nú bara að reyna vera hógvær, eins og sönnum Íslendingi sæmir!“ segir Agnar og hlær.

Agnar þykir hafa nokkra sérstöðu sem kokkur, en hann notar til dæmis hvorki smjör né rjóma í sinni matargerðarlist. En er það ekki eins og ef málari hætti að nota rauðan lit? „Nei nei, alls ekki. Nú er í tísku að vera heilsusamlega sinnaður og við komum til móts við fólk með það. Okkar matur er léttur og þægilegur og við notum mikið af íslensku hráefni, sem aðrir staðir nota ekki. Til dæmis vorum við með íslenskan matseðil 17. júní, þegar við buðum upp á þorsk í forrétt, lamb í aðalrétt og skyr í eftirrétt. Matseðillinn átti að gilda í viku, en þetta var svo vinsælt, að hann entist í tvo mánuði! Fólk virðist því fíla þetta ágætlega,“ segir Agnar ánægður.

Agnar Sverrisson.
Agnar Sverrisson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson