Will Smith var launahæsti leikarinn í Hollywood á síðasta ári ef marka má nýjan lista viðskiptatímaritsins Forbes.
Smith þénaði 80 milljónir dala á síðasta ári. Hins vegar var það leikarinn Vince Vaughn sem skilaði kvikmyndaverunum mestum arði, en hann skilaði kvikmyndaverunum 14,73 dali fyrir hvern dal sem hann fékk greiddann.
Leikkonan Cameron Diaz er launahæsta leikkonan í Hollywood, en hún var með um 50 milljónir dala í tekjur á síðasta ári.
Auk Smith voru þeir Johnny Depp og Eddir Murphy þeir launahæstu í kvikmyndaborginni á síðasta ári.
Smith, sem er 39 ára, þénaði 80 milljónir dala milli 1. júní 2007 til 1. júní í ár, þökk sé myndum á borð við I Am Legend, Hancock og The Pursuit of Happyness,
Á sama tímabili þénaði Depp 72 milljónir.
Fimm launahæstu leikararnir á lista Forbes: