Drengur beit hund

Það er oft sagt að það sé ekki fréttnæmt þegar hundur bíti menn en ef öðruvísi horfi við ef maður bítur hund. Þetta hefur nú sannast því brasilískur drengur er kominn í heimsfréttirnar eftir að hann beit vígahund í hálsinn og bjargaði sér þannig frá sárum eða bana.

Drengurinn, sem heitir Gabriel Almeida  og er 11 ára, var að leika sér í garðinum heima hjá sér í borginni Belo Horizonte, þegar Tita réðist á hann og beit hann í handlegginn.

Gabríel brást við, greip um háls hundsins og beit hann á móti. Hundinum brá svo við að hann lagði á flótta. Hann var síðar handsamaður og bíður nú örlaga sinna.

Gabríel fékk sár á handlegginn. Hann missti einnig vísdómstönn í átökunum við hundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka