Hljómsveitin Atómstöðin hélt undir kvöld stutta hljómleika á götuhorni við Langholtsveg þar sem Helgi Hóseasson, frægasti andófsmaður Íslands, stendur jafnan með mótmælaspjöld sín.
Atómstöðin sendi á dögunum frá sér sína aðra plötu, Exile Republic, og prýðir Helgi umslag plötunnar.
Með tónleikunum í kvöld vildi Atómstöðin vekja athygli á þeim málum sem Helgi hefur barist fyrir á undanförnum árum og áratugum.