Rolling Stones semur við Universal

Mick Jagger heldur upp á 65 ára afmælið á morgun.
Mick Jagger heldur upp á 65 ára afmælið á morgun. Reuters

Útgáfufélagið Universal Music hefur gert langtímasamning við bresku rokksveitina The Rolling Stones. Er þetta mikið áfall fyrir útgáfufélagið EMI, sem áður gaf út tónlist hljómsveitarinnar.

Universal, sem er stærsta tónlistarútgáfufélag heims, segir að nýi samningurinn nái yfir plötur, sem The Rolling Stones á eftir að senda frá sér, og einnig yfir fyrri plötur sveitarinnar. 

Fjárfestingarfélagið Terra Firma Capital Partners keypti EMI á síðasta ári en síðan hefur útgáfufélagið misst helstu mjólkurkýrnar, svo sem  Radiohead og nú Rolling Stones. Þá hafa Coldplay og Robbie Williams lýst yfir óánægju með ýmsar breytingar, sem gerðar hafa verið á fyrirtækinu frá því Terra Firma tók það yfir.

The Rolling Stones hefur selt yfir 200 milljónir platna um allan heim. Sveitin hélt á síðasta ári upp á 45 ára starfsafmæli sitt með mikilli tónleikaferð. Þess má geta, að Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, verður 65 ára á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup