Þjóðhátíð sátta í Eyjum

mbl.is

Árni Johnsen, Bubbi Morthens, Hreimur og Páll Óskar munu allir koma fram á þjóðhátíð í Eyjum í ár. Söngvararnir þrír hafa allir átt í útistöðum við Árna Johnsen en í ár hafa þeir sæst og samið frið. „Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í neikvæða orku,“ segir Páll Óskar. „Ég ætla að mæta og taka í spaðann á manninum og taka svo upp míkrófóninn og syngja.“

Gestum hátíðarinnar til mikillar ánægju munu Bubbi, Páll Óskar og Hreimur í Landi og sonum koma fram á þjóðhátíð.

Bubbi mun spila á undan brekkusöngnum sem Árni Johnsen sér um. Páll Óskar mun koma fram á kvöldvöku á sunnudag og vera síðan með diskótek. Hreimur í Landi og sonum mun semja og syngja þjóðhátíðíðarlagið.

12 ár eru síðan Páll Óskar kom á þjóðhátíð síðast eða árið 1996, þegar til átaka kom milli Páls og Árna á sviðinu í Herjólfsdal. Aðspurður um hvort útistöðurnar eigi þátt í því að hann hafi verið fjarri í svo langan tíma segist hann ekki alfarið geta neitað því.

„Ég neita því ekki að við tókumst á, en ég ætlaði að koma í fyrra og hittifyrra líka en ég hef verið bundinn á skemmtunum annars staðar. Í ártókst okkur að finna glufu. Ég verð því í Eyjum sunnudagskvöldið og hlakka mikið til, nú er tími sátta. Ég vil bara koma á þjóðhátíð, fá frið til að vinna og leyfa öðrum að vinna og leyfa öðrum að vera til,“ segir Páll. „Sannleikurinn er sá að ég nenni ekki lengur að ala á einhverri gremju í garð Árna Johnsen. Ef ég el á gremju í garð hans í 10 ár þá gef ég mér möguleika á því að vera í fýlu í 50 ár í viðbót. Hugsa sér, eftir 50 ár, enn með skeifu og fýlusvip yfir Árna Johnsen!“

Páll Óskar segir að nú sé nóg komið, hann vilji ekki gefa gremjunni næringu lengur.

„Besta leiðin til að uppræta svona vonda tilfinningu er að stíga inn í hana og gera eitthvað í málunum. Í mínu tilfelli felur það í sér að mæta aftur á staðinn með opnum huga og gefa því séns að þjóðhátíð geti verið skemmtileg upplifun fyrir mig. Ég nenni ekki lengur að láta einn mann eyðileggja upplifun mína á tíu þúsund manna hátíð.“

Páll Óskar segist trúa því að neikvæð tilfinning á við gremju sé hreinlega hættuleg heilsunni og því hafi honum fundist kominn tími til að bæta úr.

„Gremja er neikvæð tilfinning sem kviknar þegar þú upplifir að einhver hefur gert þér rangt til. Ef þú leyfir gremjunni að taka sér bólfestu í þér þá byrjar hún að éta þig að innan. Ég held hreinlega að fólk hafi dáið úr gremju og ég ætla ekki að leyfa mér að ala á neikvæðum tilfinningum í garð Árna lengur. Mér fannst kominn tími til að bretta upp ermar, panta flug og mæta á staðinn.“

En skyldi Bubbi Morthens ekki vera vel stemmdur fyrir þjóðhátíð í Eyjum?

„Þú mátt bara hafa þetta eftir mér: Börnin sjá og heyra,“ sagði Bubbi sem var staddur í fríi erlendis.

Árni Johnsen sagðist hlakka mikið til hátíðarinnar í ár eins og alltaf.

„Ekkert ósætti hjá mér, þekki það ekki. Gamalt fjölmiðlakjaft-æði.

Ég er sáttur við alla og styð og stend með öllum þeim listamönnum sem fram koma á hátíðinni,“ segir Árni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir