Heimildarmynd um Megas í undirbúningi

Megas á sviðinu.
Megas á sviðinu. mbl.is/Eggert

Í undirbúningi mun vera heimildarmynd um tónlistarmanninn Megas.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það Zik Zak sem framleiðir en leikstjórn verður í höndum Árna Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns sem gerði m.a. heimildarmyndina Í skóm drekans þar sem systir hans Hrönn tók þátt í Ungfrú Íslandi á fölskum forsendum – aðstandendum keppninnar til mikillar gremju.

Handritið að heimildarmyndinni mun um þessar mundir vera í smíðum hjá Óttari Proppé, tónlistarmanni og bóksala, en nokkuð er síðan Árni Sveins hóf að safna myndefni.

Það er undarlegt í sjálfu sér að enginn hafi fyrr fengið þá flugu í höfuðið að gera mynd um einn merkasta tónlistarmann þjóðarinnar og ljóst má vera að til eru ósköpin öll af myndefni, bæði í einkaeigu og í eigu Sjónvarpsins sem gaman væri að skoða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka