Nýtur þess að leika íslenska konu í Hollywood

Anita Briem í myndinni um Leyndardóma Snæfellsjökuls.
Anita Briem í myndinni um Leyndardóma Snæfellsjökuls.

„Það þekkist varla í þessum heimi að tiltölulega óþekkt leikkona fái svona stóra rullu í svona stórri mynd,“ segir Anita Briem, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í þrívíddarkvikmynd sem er byggð á ævintýri Jules Verne um ævintýri í iðrum jarðar, en inngangurinn er um gíg Snæfellsjökuls.

Anita þurfti að mæta 25 sinnum í prufur áður en henni var boðið hlutverk íslenska leiðsögumannsins Hönnu, sem hún segir að sé eiginlega „Indiana Jones-karakterinn í myndinni.“

Anita óttast ekki að vera framvegis sett í bás sem íslensk leikkona. „Það er nú ekkert slakur bás, að leika íslenskar konur! Hanna tekur örlögin í sínar eigin hendur. Að því leyti kom það sér vel að leika hana sem íslenska konu því eins og menn vita þá kunna íslenskar konur að bjarga sér sjálfar.“

Fólk er farið að stoppa Anitu á götu til að ræða myndina. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach