Hárvöxtur Miller aukinn

Sienna Miller.
Sienna Miller. AP

Þær eru margar og ólíkar raunirnar sem þeir sem helga sig leiklistargyðjunni fá að kynnast. Við upptökur á nýjustu kvikmyndinni sem hin 26 ára gamla leikkona Sienna Miller leikur í, Hippie Hippie Shake, kom í ljós að hún var ekki með nægilega gróskumikinn vöxt í skapahárunum og þurfti að auka við þau með tölvutækni.

Samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mail leikur Miller vinkonu útgefandans Richard Neville, sem var áberandi glaumgosi á sjöunda áratugnum, þegar fatatískan var litrík og lífleg og líkamshárvöxtur enn þá villtari. Neville var útgefandi tímaritsins Oz og var handtekinn fyrir dónaskap árið 1971.

Heimildarmaður blaðsins, sem starfaði við kvikmyndina, segir: „Brasilísk vaxmeðferð var ekki komin til sögunnar á sjöunda áratugnum og Sienna þurfti að leika í einni eða tveimur nektarsenum – þar sem vel snyrt skapahár hennar sáust. Ekki var hægt að notast við hárkollu en sem betur fer leystu tölvugaldrar vandann.“

Með svokallaðri brasilískri vaxmeðferð eru nær öll skapahár fjarlægð.

Heimildarmaðurinn segir þá sem unnu við kvikmyndina hafa skemmt sér yfir þessu óvænta tilstandi, og Miller hafi einnig haft gaman af því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård