Leðurblökumaðurinn gefur ekkert eftir

Heath Ledger í hlutverki Grínarans í myndinni um Leðurblökumanninn.
Heath Ledger í hlutverki Grínarans í myndinni um Leðurblökumanninn.

Ekkert lát var á aðsókn að Leðurblökumanninum í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Tekjur af sýningu myndarinnar námu 75,6 milljónum dala og nema nú 314,2 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 25 milljörðum króna.

Þetta er enn eitt aðsóknarmetið, sem nýja myndin um Leðurblökumanninn setur. Myndin hefur nú verið sýnd í 10 daga. Árið 2006 tók það sjóræningjamyndina   Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest, 16 daga að afla 300 milljóna dala tekna.

Gamanmyndin Step Brothers, með Will Ferrell og John C. Reilly í aðalhlutverkum, fór óvænt beint í annað sætið með 30 milljóna tekjur. Vísindaskáldsagan The X-Files: I Want to Believe, fór beint í 4. sæti listans en söngvamyndin Mamma Mia var í 3. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup