RoboCop endurgerð

Mgm kvikmyndafyrirtækið hyggst endurgera hasarmyndina RoboCop frá árinu 1987 og hefur leikstjórinn Darren Aronofsky verið nefndur sem líklegur leikstjóri. David nokkur Self mun skrifa handritið.

Kvikmyndatímaritið Variety segir MGM stefna að útgáfu myndarinnar eftir tvö ár. Aronofsky ku hafa verið áhugasamur um að leikstýra endurgerðinni um allnokkurt skeið en söguþráður myndarinnar liggur ekki fyrir, þó svo að hún sé sögð endurgerð. Reiknað er með því að nýja RoboCop-myndin verði öllu myrkari en þær fyrri, þó að þær hafi nú verið nokkuð harðar og blóði drifnar á köflum.

Í RoboCop hinni upphaflegu segir af lögreglumanni í Detroit sem breytt er í vélmenni þegar hann liggur fyrir dauðanum eftir átök við glæpamenn. Sem vélmenni fær hann svo það hlutverk að uppræta glæpi í borginni og þarf að kljást við afar skæða glæpamenn og illþýði mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup