Britney gerir raunveruleikaþátt um sig

Britney á ströndinni á Kosta Ríka í maí.
Britney á ströndinni á Kosta Ríka í maí. Reuters

Sá orðrómur er á kreiki að Britney Spears vinni að gerð raunveruleikaþátta. Herma fregnir að hún hafi sett myndbandstökuvélar í hendur fylgdarliði sínu til að það geti náð myndum af uppátækjum hennar.

Haft er eftir heimildamanni:

„Lífvörðum Britneyjar og öðru starfsfólki hefur verið fyrirskipað að vera með upptökuvélar hvert sem það fer til að það missi ekki af neinu. Hvort sem Britney er hátt uppi eða langt niðri, ánægð eða leið, eru myndavélarnar ætíð nærri. Sumar myndirnar eru virkilega grípandi og það mun enginn vilja missa af þessum þáttum.“

„Britney telur að nýir raunveruleikaþættir séu einmitt það sem hún þarf til að ná sér á strik á ferlinum og sýna og sanna fyrir aðdáendum sínum að hún hafi sigrast á vandamálum sínum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar