Neitaði að láta stækka brjóstin á myndum

Keira Knightley með móður sinni, Sharman Macdonald.
Keira Knightley með móður sinni, Sharman Macdonald. Reuters

Breska leikkonan Keira Knightley bannaði að brjóstin á sér yrðu stækkuð á auglýsingamyndum fyrir væntanlega kvikmynd, The Duchess. Er hún sögð hreykin af vaxtarlagi sínu og vilji alls ekki að því verði á nokkurn hátt breytt.

Blaðið Daily Mail  hefur eftir heimildamönnum að framleiðendur myndarinnar hafi viljað láta líta út fyrir að barmur Knightley væri ívið stærri en hann í rauninni er.

Á auglýsingamyndum fyrir kvikmyndina King Arthur, sem Knightley lék í fyrir fjórum árum, voru brjóst hennar stækkuð, en hún vill ekki að það verði gert aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar