Tekinn með kynlífshandjárn

Gest­ur í ferð Flex Music og X-ins á Global Gat­her­ing í Bretlandi var stöðvaður í toll­in­um í Kefla­vík við heim­komu eft­ir að taska hans var gegnum­lýst. Viðkom­andi brá held­ur í brún þegar toll­vörður­inn sakaði hann um að flytja inn ólög­leg vopn til lands­ins en pilt­ur­inn hafði keypt hand­járn í kyn­lífs­búð ásamt kær­ustu sinni sem ætluð voru til þess að krydda ástar­líf þeirra.

„Þetta er fá­rán­legt,“ seg­ir gest­ur­inn sem kýs að vera ónafn­greind­ur. „Við borguðum fimm þúsund kall fyr­ir þau úti, þurft­um svo að borga tíu þúsund kall í sekt og svo voru þau tek­in af okk­ur. Við feng­um ekki einu sinni að halda þeim. Þú get­ur labbað út í búð og keypt þér fiski­hníf og drepið ein­hvern en hvernig ferðu að því að meiða ein­hvern með svona hand­járn­um?“

Gest­in­um var sagt að ný­lega hefði fallið dóm­ur í máli manns sem rak kyn­lífs­búð í Reykja­vík þar sem hand­járn voru til sölu. Lög­regl­an lög­sótti mann­inn, þar sem yf­ir­menn þar telja að hand­járn eigi ein­ung­is að vera í fór­um lög­reglu, og vann málið. Engu skipt­ir að kyn­lífs­hand­járn eru þannig gerð að sá sem er fast­ur í þeim get­ur losað sig að vild hvenær sem er.

Gest­ur­inn var þó him­in­lif­andi yfir sjálfri ferðinni en um 15 manns fóru út á veg­um Flex Music, X-ins og Ice­land Express. Tutt­ugu stiga hiti var all­an tím­ann og komu lista­menn á borð við Kanye West og Roys­in Murp­hy fram á sjálfri hátíðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell