Tekinn með kynlífshandjárn

Gestur í ferð Flex Music og X-ins á Global Gathering í Bretlandi var stöðvaður í tollinum í Keflavík við heimkomu eftir að taska hans var gegnumlýst. Viðkomandi brá heldur í brún þegar tollvörðurinn sakaði hann um að flytja inn ólögleg vopn til landsins en pilturinn hafði keypt handjárn í kynlífsbúð ásamt kærustu sinni sem ætluð voru til þess að krydda ástarlíf þeirra.

„Þetta er fáránlegt,“ segir gesturinn sem kýs að vera ónafngreindur. „Við borguðum fimm þúsund kall fyrir þau úti, þurftum svo að borga tíu þúsund kall í sekt og svo voru þau tekin af okkur. Við fengum ekki einu sinni að halda þeim. Þú getur labbað út í búð og keypt þér fiskihníf og drepið einhvern en hvernig ferðu að því að meiða einhvern með svona handjárnum?“

Gestinum var sagt að nýlega hefði fallið dómur í máli manns sem rak kynlífsbúð í Reykjavík þar sem handjárn voru til sölu. Lögreglan lögsótti manninn, þar sem yfirmenn þar telja að handjárn eigi einungis að vera í fórum lögreglu, og vann málið. Engu skiptir að kynlífshandjárn eru þannig gerð að sá sem er fastur í þeim getur losað sig að vild hvenær sem er.

Gesturinn var þó himinlifandi yfir sjálfri ferðinni en um 15 manns fóru út á vegum Flex Music, X-ins og Iceland Express. Tuttugu stiga hiti var allan tímann og komu listamenn á borð við Kanye West og Roysin Murphy fram á sjálfri hátíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup