Hvetur Amy til að flytja frá London

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. Reuters

Breska söngkonan Sarah Harding hvetur Amy Winehouse til að flytja frá London, og segist sjálf ætla að flytjast úr borginni og til Buckhinghamshire.

Harding býr núna í Camden, sem er mjög eftirsótt hverfi í London, en sagði við Daily Star:

„Ég get ekki beðið eftir því að komast á brott frá London. Mér finnst orðið óþolandi að fara þangað núna. Það vekur svo margar slæmar minningar ... Það var fínt að vera í Camden, en mér finnst að sá tími sé liðinn og maður verði að taka næsta skref.“

Amy býr einnig í Camden og hafa bæði maður hennar, Blake Fielder-Civil, og faðir hennar, Mitch, ráðlagt henni að flytjast þaðan.

Fielder-Civil kveðst sannfærður um að eina leiðin fyrir þau hjónin til að hætta fíkniefnaneyslu sé að hverfa frá öllum þeim freistingum sem séu nú allt í kringum þau.

Harding sagði:

„Amy hefði gott af því að flytja þaðan og byrja upp á nýtt. Mér þykir vænt um hana, hún er væn stelpa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar