Aska kvikmynduð

Elva Ósk Ólafsdóttir mun leika lögfræðinginn Þóru Guðmundsdóttur.
Elva Ósk Ólafsdóttir mun leika lögfræðinginn Þóru Guðmundsdóttur. mbl.is/Jim Smart

Til stendur að kvikmynda glæpasöguna Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur með leikkonuna Elvu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverki. Elva greindi frá þessu í hátíðarræðu sem hún flutti við setningarathöfn Þjóðarhátíðarinnar í Eyjum í dag en sagan gerist að stærstum hluta í Vestmannaeyjum.

Að sögn Snorra Þórissonar, hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus, eru samningaviðræður á frumstigi. Gangi allt upp gætu tökur hafist í fyrsta lagi eftir eitt ár.

„Þetta er á byrjunarstigi. Við erum búin að fá heimild fyrir bókinni,“ segir Snorri í samtali við mbl.is og bætir við að þetta sé mjög spennandi verkefni. 

Aska er þriðja glæpasaga Yrsu sem fjallar sem skartar lögfræðingnum Þóru Guðmundsdóttur í aðalhlutverki.

Í sögunni er Vestmannaeyjagosið 1973 miðpunktur atburðarásarinnar en þegar fornleifafræðingar grafa hús upp úr eyðilendi hrauns og ösku og í ljós koma fjögur lík reynist nauðsynlegt að „grafa“ enn frekar, nú eftir upplýsingum um voveiflegan glæp sem framinn var á svipuðum tíma og hamfarirnar skullu á byggðarlaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar