Bitust um myndir af tvíburunum

Angelina Jolie og Brad Pitt
Angelina Jolie og Brad Pitt Reuters

Tímaritið Hello! tryggði sér birtingarréttinn á fyrstu myndunum af tvíburunum sem Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust nýverið, þeim Knox og Vivienne. Mun tímaritið hafa greitt milljónir punda fyrir einkarétt á myndunum.

Hello! hafði betur í slag við keppinaut sinn, OK! um birtingarréttinn, og haft er eftir heimildamanni í útgáfubransanum að þetta verði einhverjar umtöluðustu myndir sem birst hafi.

„Brad og Angelina eru drauma-parið í glanstímaritaheiminum, og við væntum þess að upplagið hjá okkur þrefaldist vegna þess áhuga sem lesendur hafa á þeim og börnunum þeirra.“

Hello! hefur flýtt útgáfu tölublaðsins með myndunum, og mun það koma út á mánudaginn.

Tvíburarnir komu í heiminn 13. júlí á sjúkrahúsi í Suður-Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar