Hús ríkra og fátækra á Íslandi

Banda­ríski ljós­mynd­ar­inn Ju­lia Stap­les starfar hér á landi þessa mánuðina, á sex mánaða styrk frá American-Scandi­navi­an Foundati­on. Hún er að mynda verk­efni sem hún seg­ir fjalla um vax­andi mun á rík­um og fá­tæk­um á Íslandi.

„Ég hef verið að koma hingað síðustu árin og það vakti at­hygli mína hvað mikið var byggt af hús­um hér. Það vakti for­vitni mína að sjá þessi nýju hverfi rjúka upp í Reykja­vík og ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um,“ seg­ir Stap­les. „Ég las um sí­auk­inn fjölda inn­flytj­enda, fólk sem flytti hingað til að vinna, að þeir ríku yrðu sí­fellt rík­ari og byggðu stærri hús, lifðu við sí­fellt meiri lúx­us. Ég vildi kanna þetta í ljós­mynd­um og þessi nýju sam­fé­lög sem væru að rísa.“ Stap­les seg­ist safna upp­lýs­ing­um um þróun hverfa eins og Breiðholts, Linda­hverf­is­ins og Norðlinga­holts.

„Ég skrái þessi svæði, hvað mér sýn­ist vera mik­il­vægt í þeim fyr­ir íbú­ana, eins og út­sýni, stærð lóða og húsa, og helstu ein­kenni hús­anna.

Í mynd­un­um reyni ég að gefa til­finn­ingu fyr­ir þess­um mun á ríki­dæmi, sem mér finnst aukast hratt hér. Sum­ir eru farn­ir að fljúga milli landa á einkaþotum og byggja glæsi­hall­ir. Ég hef myndað íbúðar­hús margra þeirra ríku; ég nota arki­tekt­úr sem mynd­lík­ingu fyr­ir fólkið, í stað þess að taka portrett.

Ég hef til dæm­is ljós­myndað hús og fyr­ir­tæki sem Jón Ásgeir Jó­hann­es­son á, hann er einn af auðmönn­un­um og á svo margt sem er hluti af dag­legu lífi al­menn­ings.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Sýndu þessa hlið oftar, það eru ekki allir sem vita hvað þú ert góður svona slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Sýndu þessa hlið oftar, það eru ekki allir sem vita hvað þú ert góður svona slakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka