Milljarður fyrir tvíburamyndir

Brad Pitt og Angelina Jolie
Brad Pitt og Angelina Jolie Reuters

Bandaríska tímaritið People greiddi sem svarar 1,1 milljarði íslenskra króna fyrir birtingarréttinn á fyrstu ljósmyndunum af tvíburunum sem Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust nýverið. Var samningurinn gerður í samvinnu við breska tímaritið Hello!

Tímaritin tvö munu bæði bera kostnaðinn af birtingarréttinum, að því er haft er eftir heimildamanni sem ekki vill láta nafns síns getið.

Peningarnir munu renna til stofnunar sem Pitt og Jolie hafa sett á fót í því skyni að hjálpa börnum víðs vegar í heiminum.

Um er að ræða hátt í tvöfalda þá upphæð sem People greiddi fyrir mynd af Jennifer Lopez og nýfæddu barni hennar sem prýddi forsíðu tímaritsins í mars.

Bæði People og Hello! birta myndirnar á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan