Mestu þægindi sem bjóðast flugfarþegum í hefðbundnu áætlunarflugi er að finna á fyrsta farrými í nýrri Airbus 380 risaþotu flugfélagsins Emirates frá Dubai. En fargjaldið aðra leiðina frá Dubai til New York, þar sem vélin lenti í fyrsta sinn í gær, er sem svarar rúmum 600 þúsund íslenskum krónum.
En það veitir ef til vill ekki af, að geta látið líða úr sér á leiðinni, því að flugið tekur tæpa 13 tíma.
Á fyrsta farrými er að sjálfsögðu innifalinn í miðaverðinu fyrsta flokks matur, en einnig einkaklefi og baðherbergi með sturtu.