Christina Applegate með krabbamein

Christina Applegate.
Christina Applegate. Reuters

Bandaríska leikkonan Christina Applegate hefur greinst með brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og gengst nú undir læknismeðferð, að því er kom fram í sjónvarpsþættinum Ekstra.

Vísaði þátturinn í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikkonunnar þar sem segir, að vegna þess hve sjúkdómurinn greindist snemma séu batahorfur góðar.

Applegate er 36 ára. Hún hefur leikið í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Samantha Who? og Married ... with Children, sem sýndur var í íslensku sjónvarpi. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar