Abba á toppinn á ný

Hljómsveitin Abba gleymist ekki þótt langt sé síðan sveitin hætti.
Hljómsveitin Abba gleymist ekki þótt langt sé síðan sveitin hætti.

Gold, safnplata sænsku hljómsveitarinnar Abba er í efsta sæti breska vinsældalistans sem birtur var í gærkvöldi. Mun þetta vera í fjórða skipti sem platan kemst í efsta sætið frá því hún var gefin út árið 1992. Vinsældirnar nú má rekja til kvikmyndarinnar Mamma Mia! sem byggir á tónlist Abba.

Plata með tónlist úr myndinni fór einnig í efsta sætið í Bretlandi í júlí.

Gold hefur selst í 26 milljónum eintaka í Bretlandi og er fjórða mest selda plata sögunnar þar í landi. Platan fór fyrst í 1. sætið árið 1992 og síðan þrívegis árið 1999. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar