Ástaratlot í gufubaði enduðu með yfirliði

Tea Leoni og David Duchovny.
Tea Leoni og David Duchovny.

Bandaríski leikarinn David Duchovny greindi frá því í nýlegu viðtali að eitt sinn hefði liðið yfir eiginkonu hans, leikkonuna Teu Leoni, þegar þau voru að stunda kynlíf í gufubaði í Kanada.

„Þetta var þegar við vorum frekar nýlega byrjuð saman og vorum í fríi í Vancouver. Við gátum ekki látið hvort annað í friði, ekki einu sinni í gufubaði. Það var ekkert mál fyrir mig, en það leið hins vegar yfir Teu,“ sagði leikarinn, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í X-Files.

Duchovny, sem er 47 ára, gekk að eiga hina 42 ára gömlu Leoni fyrir 11 árum. Í stað þess að fá sér hefðbundna giftingarhringa ákváðu þau að fá sér eins húðflúr. Á húðflúrinu stendur skammstöfunin AYSF, en leikarinn vill hins vegar ekki gefa upp hvað það þýðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir