Batman setur enn eitt aðsóknarmetið

Christian Bale sem Batman.
Christian Bale sem Batman.

Tekjur af nýju Batman-myndinni náðu 400 milljónum dollara á aðeins átján dögum, og hefur engin mynd náð þessu marki áður á svo skömmum tíma, að sögn sölustjóra Warner Bros, dreifingaraðila myndarinnar.

Í gærkvöldi námu tekjur af sýningum á myndinni í Bandaríkjunum 400,03 milljónum dollara.

Jeff Goldstein hjá Warner sagði, að myndin hefði náð þessu marki á innan við  helmingi skemmri tíma en sú mynd sem áður átti þetta met, Shrek 2, en hún náði „fjögurhundruð milljóna-markinu“ á 43. degi.

Í dag nær The Dark Knight væntanlega sjöunda sætinu á listanum yfir þær myndir sem mestum tekjum hafa skilað, og ýtir þá fyrstu Spider-Man myndinni niður í áttunda sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar