Megas veiktist

Finni í Dr. Spock í miklum ham.
Finni í Dr. Spock í miklum ham.

„Það komu bara upp veikindi á síðustu stundu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar Senuþjófanna, en ekkert varð af því að Megas og Senuþjófarnir spiluðu á Innipúkanum nú um verslunarmannahelgina eins og til stóð. Að sögn Guðmundar er þó ekki um alvarleg veikindi að ræða og gerir hann því fastlega ráð fyrir að sveitin verði komin á fullt áður en langt um líður.

Í stað Megasar og Senuþjófanna spiluðu Hjálmar lengur en upphaflega var ætlað, og að sögn Guðmundar féll sú ráðstöfun vel í kramið hjá tónleikagestum. „Fólk skilur auðvitað að menn geta veikst, meira að segja Megas,“ segir Guðmundur.

Innipúkinn þótti annars heppnast mjög vel að þessu sinni, en á meðal þeirra flytjenda sem komu fram á NASA um helgina voru Sprengjuhöllin, Geir Ólafs og Dr. Spock.

Sprengjuhöllin spilaði í gömlum búningum af Stuðmönnum.
Sprengjuhöllin spilaði í gömlum búningum af Stuðmönnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar