Sverrir Stormsker hefur sett á heimasíðu sína umdeildan útvarpsþátt sinn á Útvarpi Sögu þar sem hann ræddi m.a. við Guðna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins. Guðni gekk út, að eigin sögn vegna útúrsnúninga og athugasemda Sverris.
Sverrir sagði að eftir þáttinn hefði Guðni komið að máli við Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, og óskað eftir því að þátturinn yrði ekki endurfluttur. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðni vona að útvarpsstöðin endurskoðaði hvað hún sendi í loftið.
Útvarpsþáttur Sverris Stormskers