Nýja Calvin Klein-auglýsingin með Evu Mendes í aðalhlutverki hefur verið bönnuð í Bandaríkjunum. Mendes er hæstánægð með bannið og segist lítið gera annað í auglýsingunni en að rúlla sér um í rúminu.
Hún kemur nakin fram og berar brjóstin í sekúndubrot en það þykir greinilega ekki við hæfi.