snýst um öfgar „Allir keppendur eru að keppa í fyrsta sinn og það eru meira að segja systkini í hópnum,“ segir Georg Erlingsson Merritt, framkvæmdastjóri draggkeppni Íslands, sem haldin verður í Óperunni í kvöld.
„Dragg gengur út á góða persónusköpun og að fara út í öfgar,“ segir Georg. „Þetta er eldgamalt listform sem samkynhneigðir karlar hafa gert að sínu. Það er frekar nýtt að stelpur séu með en ég vil bara að sem flestir taki þátt.“