Húðin á Beyonce lýst?

Beyoncé í Elle til vinstri. Eldri mynd er til hægri.
Beyoncé í Elle til vinstri. Eldri mynd er til hægri.

Snyrtivörufyrirtækið L'Oreal neitar því að hafa lýst húðina á bandarísku söngkonunni Beyonce Knowles í auglýsingu þar sem hún kynnir Feria hárlitunarvörur, en auglýsingin var birt í nýjasta tölublaði Elle.

L'Oreal, sem framleiðir m.a. Garnier hárvörur og Lancome snyrtivörur, er stærsta snyrtivörufyrirtæki heims. Fyrirtækið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara ásakana, og þar kemur fram að söngkonunni hafi ekki verið breytt á nokkurn hátt fyrir umrædda auglýsingu.

Talsmaður söngkonunnar segir að Beyonce muni ekki tjá sig um yfirlýsingu L'Oreal's. Hún hefur verið talskona fyrirtækisins síðan 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar