Bandaríski gamanleikarinn Bernie Mac lést á sjúkrahúsi í Chicago í morgun, fimmtugur að aldri. Leikarinn var lagður inn á sjúkrahúsið vegna lungnabólgu en hann þjáðist af svonefndu sarklíki, sjúkdómi sem leggst á ónæmiskerfið og truflar gjarnan lungnastarfsemi.
Mac lék m.a. í kvikmyndunum Ocean's Eleven, Bad Santa, Charlie's Angels: Full Throttle og Transformers. Þekktastur var hann þó fyrir sjónvarpsþættina The Bernie Mac Show, sem bandaríska Fox sjónvarpsstöðin sýndi á árunum 2001-2006.