Isac Hayes látinn

Isaac Hayes..
Isaac Hayes.. AP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Isaac Hayes lést í dag á heimili sínu í Memphis í Tennessee, 65 ára að aldri. Hayes fékk m.a. Óskarsverðlaun árið 1971 fyrir lag sitt Theme From Shaft. Þá talaði hann fyrir persónuna Chef í teiknimyndunum South Park.

Banamein Hayes er ekki ljóst en hann átti við vanheilsu að stríða, fékk m.a. heilablóðfall árið 2006. 

Isaac Hayes var á ofanverðri síðustu öld í hópi virtustu  tónlistarmannanna í Bandaríkjunum, sem fluttu svonefnda soul tónlist. Hann var sjálfmenntaður og lék á píanó og saxófón auk þess að syngja.

Hayes var fjórkvæntur og eignaðist 12 börn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar