Leðurblakan trónir enn á toppnum

Christian Bale og Heath Ledger í hlutverkum sínum sem Batman …
Christian Bale og Heath Ledger í hlutverkum sínum sem Batman og Joker. Reuters

Bandaríkjamenn eru ekki búnir að fá leið á Leðurblökumanninum, en nýjasta ævintýri Blaka The Dark Knight trónir á toppnum yfir vinsælustu kvikmyndirnar í bandarískum kvikmyndahúsum fjórðu helgina í röð. Myndin er nú í þriðja sæti yfir tekjuhæstu myndir allra tíma.

Sama myndin hefur ekki verið í 1. sæti á aðsóknarlistanum 4 helgar í röð frá því myndin Hilmir snýr aftur úr þríleiknum um Hringadróttinssögu náði þessum árangri um áramótin 2003/2004.

Myndin aflaði 26 milljóna dala tekna um helgina að sögn framleiðenda. Heildartekjur myndarinnar á 24 dögum nema nú 441,5 milljónum dala.

Myndin er í þriðja sæti á eftir Titanic (601 milljón dala) og Star Wars (461 milljón dala) yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma.

Warner Bros. telur að The Dark Knight muni alls ná að hala inn um 520 milljónir dala. 

Gamanmyndin Pineapple Express fór beint í 2. sætið en í henni leikur Seth Rogen hasshaus sem er á flótta undan glæpamönnum. Myndin The Sisterhood of the Traveling Pants 2 fór beint í 4. sætið. 

Aðsóknarlistinn er eftirfarandi: 

  1. The Dark Knight
  2. Pineapple Express
  3. The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor
  4. The Sisterhood of the Traveling Pants 2,
  5. Step Brothers
  6. Mamma Mia!
  7. Journey to the Center of the Earth
  8. Hancock
  9. Swing Vote
  10. WALL-E
Seth Rogen og James Franco leika aðalhlutverkin í Pineapple Express.
Seth Rogen og James Franco leika aðalhlutverkin í Pineapple Express. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir