Borgaði 61 milljarð fyrir hús

Rússneskur auðkýfingur hefur borgað 500 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 61 milljarðs króna, fyrir Villa Léopolda, glæsivillu í Cap Ferrat, sammt frá Villefranche-sur-Mer á frönsku Rivíerunni. Er þetta hæsta upphæð, sem greidd hefur verið fyrir íbúðarhús í heiminum.

Breska blaðið Independent segir að húsið hafi upphaflega verið byggt fyrir Leópold II Belgíukonung í byrjun 20. aldar en kóngur ætlaði að nota húsið til að dveljast í á sumrin.

Nýi eigandinn er sagður vera rússneskur olíukóngur, þó ekki Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann á þegar 100 milljóna evra hús nálægt Antibes á Rivíerunni.

Blaðið Nice-Matin segir, að skrifað hafi verið undir kaupsamning í síðustu viku. Seljandinn var Lily Safra, ekkja bankamannsins Edmond Safra, sem var myrtur í Mónakó árið 1999.

Nýríkir Rússar hafa að undanförnu slegist um stórar fasteignir á Rivíerunni en til þessa hafa þeir ekki greitt meira en 200 milljónir evra fyrir hús þar. 

Leópold II auðgaðist á viðskiptum Belga í Kongó á 19. öld. Um aldamótin 1900 átti hann nánast allt land á Cap Ferrat. Árið 1902 keypti hann 20 ekrur af kjarrlendi skammt frá ströndinni í Villefranche-sur-Mer fyrir 1 franka. Þar lét hann reisa Villa Léopolda. 

Árið 1916 breytti belgíski erfðaprinsinn, sem síðar varð Albert I, húsinu í sjúkrahús fyrir hermenn sem særðust í fyrri heimsstyrjöld. Síðar eignaðist ítalska Agnelli fjölskyldan húsið og þar voru haldnar frægar veislur á sjöunda áratug síðustu aldar; meðal gesta þar voru Frank Sinatra og Ronald Reagan.

Húsið er miðja vegu milli Mónakó og Nice. Garðurinn við húsið þykir listaverk enda sjá 50 garðyrkjumenn í fullu starfi um að halda honum við. Þar hefur verið plantað um 1200 trjám af ýmsu tagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir