Borgaði 61 milljarð fyrir hús

Rússneskur auðkýfingur hefur borgað 500 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 61 milljarðs króna, fyrir Villa Léopolda, glæsivillu í Cap Ferrat, sammt frá Villefranche-sur-Mer á frönsku Rivíerunni. Er þetta hæsta upphæð, sem greidd hefur verið fyrir íbúðarhús í heiminum.

Breska blaðið Independent segir að húsið hafi upphaflega verið byggt fyrir Leópold II Belgíukonung í byrjun 20. aldar en kóngur ætlaði að nota húsið til að dveljast í á sumrin.

Nýi eigandinn er sagður vera rússneskur olíukóngur, þó ekki Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann á þegar 100 milljóna evra hús nálægt Antibes á Rivíerunni.

Blaðið Nice-Matin segir, að skrifað hafi verið undir kaupsamning í síðustu viku. Seljandinn var Lily Safra, ekkja bankamannsins Edmond Safra, sem var myrtur í Mónakó árið 1999.

Nýríkir Rússar hafa að undanförnu slegist um stórar fasteignir á Rivíerunni en til þessa hafa þeir ekki greitt meira en 200 milljónir evra fyrir hús þar. 

Leópold II auðgaðist á viðskiptum Belga í Kongó á 19. öld. Um aldamótin 1900 átti hann nánast allt land á Cap Ferrat. Árið 1902 keypti hann 20 ekrur af kjarrlendi skammt frá ströndinni í Villefranche-sur-Mer fyrir 1 franka. Þar lét hann reisa Villa Léopolda. 

Árið 1916 breytti belgíski erfðaprinsinn, sem síðar varð Albert I, húsinu í sjúkrahús fyrir hermenn sem særðust í fyrri heimsstyrjöld. Síðar eignaðist ítalska Agnelli fjölskyldan húsið og þar voru haldnar frægar veislur á sjöunda áratug síðustu aldar; meðal gesta þar voru Frank Sinatra og Ronald Reagan.

Húsið er miðja vegu milli Mónakó og Nice. Garðurinn við húsið þykir listaverk enda sjá 50 garðyrkjumenn í fullu starfi um að halda honum við. Þar hefur verið plantað um 1200 trjám af ýmsu tagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir