Fatlaðir sniðganga Ben Stiller

Ben Stiller.
Ben Stiller. Reuters

Samtök hagsmunafélaga fatlaðra í Bandaríkjunum létu frá sér tilkynningu í gær þar sem fólk er hvatt til að sniðganga gamanmyndina Tropic Thunder sem væntanleg er í kvikmyndahús og skartar Ben Stiller í aðalhlutverki.

Eru fatlaðir óánægðir með myndina þar sem þeir telja hana gera ósmekklegt grín af fólki með andlegar fatlanir. Myndin segir af hópi stórleikara frá Hollywood sem vinna við tökur á stríðshasarmynd. Fyrir röð óhappatilviljana gerist það svo að leikararnir standa frammi fyrir því að þurfa að berjast fyrir lífi sínu.

Talsmaður DreamWorks, sem framleiðir myndina, sagði fjölmiðlum að myndinni væri ætlað að gera grín að öfgum Hollywood og feli grínið meðal annars í sér að sögupersónurnar fara á köflum yfir strikið. Ætlunin sé þó ekki að gera grín að eða særa fólk með fatlanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir