Ekki í Playboy strax

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. mbl.is

Ekki verður annað sagt en að Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafi í nógu að snúast. Raunveruleika- þáttur er handan við hornið, kvikmyndahlutverk sömuleiðis og samfara þessu þarf hún að stýra fyrirtæki og ala upp þrjú börn. „Hann styður mig í öllu sem ég geri,“ segir Ásdís Rán um stuðning eiginmannsins Garðars Gunnlaugssonar knattspyrnumanns sem hún segir að hjálpi henni að takast á við öll verkefnin.

Nýjasta fréttin af Ásdísi, sem varð 29 ára í gær, er að hún hafi verið valin andlit ilmvatnsins Ray Saxx, en um er að ræða skandinavíska ilmlínu. „Framleiðendur ilmsins höfðu samband við mig gegnum vefsíðuna mína og hyggja á auglýsingaherferð um alla Skandinavíu,“ segir hún. „Um þrenns konar ilmi er að ræða, einn fyrir dagsdagleg not, annar fínni og sá þriðji er fyrir rómantísk tækifæri, en ilmlínan er í sætari kantinum og einkum framleidd með yngri konur og stelpur í huga.“

Milljón dollara Ásdís

Ásdís undirbýr sig einnig fyrir þátttöku í raunveruleikaþættinum Million Dollar Woman sem tekin verður upp í Ástralíu. Ásdís hreppti sæti í keppninni gegnum net-fegurðarkeppnina Is She Hot? og mun hún etja kappi við tólf aðrar þokkadísir um stóra vinninginn: eina milljón Bandaríkjadala. „Eftir því sem ég kemst næst verða þættirnir blanda af fyrirsætukeppni og raunveruleikaþætti og verðum við væntanlega látnar keppa okkar á milli með svipuðum hætti og sést í America's Next Top Model,“ útskýrir Ásdís Rán.

Einnig hafa fjölmiðlar greint frá því að Ásdís muni leika hlutverk í kvikmynd leikstjórans Jordan Alan en Ásdís segir enn langt í tökur og margt óljóst að svo stöddu. „Hann hefur talað um að hafa mig í áberandi hlutverki en ekkert hefur verið fest niður og enn á eftir að halda áheyrnarprufur fyrir fjölda hlutverka,“ segir hún. Áætlað er að hefja tökur á Íslandi næsta sumar: „Kvikmyndin lýsir einskonar kvennaveröld og munu því margir kvenleikarar koma að verkinu.“

Vilja Ásdísi sem leikfélaga

Heimsókn Ásdísar Ránar í Playboy-setur Hughs Heffner vakti mikla athygli fyrr á árinu og gerði hana að bloggstjörnu að segja má yfir nótt. Eftir ferðina fékk Ásdís boð um að koma í prufutöku sem „leikfélagi“ eins og það er kallað. „En það er eitthvað í undirmeðvitundinni sem segir mér að ég ætti kannski að bíða, a.m.k. þangað til úrslitin í raunveruleikaþættinum eru komin,“ segir hún og bætir við að það að sitja fyrir á nektarmyndum sé ekki bransi sem heilli hana sérstaklega.

„En í þessu felst mikil kynning og ég myndi náttúrulega reyna að hafa eins mikil áhrif og ég gæti á að myndirnar yrðu settlegar en ekki druslulegar. Svo myndi ég auðvitað ekki gera þetta nema Garðar væri sáttur,“ bætir hún við.

www.asdisran.com asdisran.blog.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir