Ekki í Playboy strax

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. mbl.is

Ekki verður annað sagt en að Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafi í nógu að snúast. Raunveruleika- þáttur er handan við hornið, kvikmyndahlutverk sömuleiðis og samfara þessu þarf hún að stýra fyrirtæki og ala upp þrjú börn. „Hann styður mig í öllu sem ég geri,“ segir Ásdís Rán um stuðning eiginmannsins Garðars Gunnlaugssonar knattspyrnumanns sem hún segir að hjálpi henni að takast á við öll verkefnin.

Nýjasta fréttin af Ásdísi, sem varð 29 ára í gær, er að hún hafi verið valin andlit ilmvatnsins Ray Saxx, en um er að ræða skandinavíska ilmlínu. „Framleiðendur ilmsins höfðu samband við mig gegnum vefsíðuna mína og hyggja á auglýsingaherferð um alla Skandinavíu,“ segir hún. „Um þrenns konar ilmi er að ræða, einn fyrir dagsdagleg not, annar fínni og sá þriðji er fyrir rómantísk tækifæri, en ilmlínan er í sætari kantinum og einkum framleidd með yngri konur og stelpur í huga.“

Milljón dollara Ásdís

Million Dollar Woman Is She Hot? America's Next Top Model

Einnig hafa fjölmiðlar greint frá því að Ásdís muni leika hlutverk í kvikmynd leikstjórans Jordan Alan en Ásdís segir enn langt í tökur og margt óljóst að svo stöddu. „Hann hefur talað um að hafa mig í áberandi hlutverki en ekkert hefur verið fest niður og enn á eftir að halda áheyrnarprufur fyrir fjölda hlutverka,“ segir hún. Áætlað er að hefja tökur á Íslandi næsta sumar: „Kvikmyndin lýsir einskonar kvennaveröld og munu því margir kvenleikarar koma að verkinu.“

Vilja Ásdísi sem leikfélaga

„En í þessu felst mikil kynning og ég myndi náttúrulega reyna að hafa eins mikil áhrif og ég gæti á að myndirnar yrðu settlegar en ekki druslulegar. Svo myndi ég auðvitað ekki gera þetta nema Garðar væri sáttur,“ bætir hún við.

www.asdisran.com asdisran.blog.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar