Endurfundir á Southfork

Hagman í hlutverki JR.
Hagman í hlutverki JR. AP

J.R., Bobby, Sue Ellen og fleiri úr Ewing-ættinni ætla að koma saman á Southfork þar sem haldnir verða Dallas-endurfundir í nóvember í tilefni af því að 30 ár eru frá því að sjónvarpsþættirnir sívinsælu - Dallas - hófu göngu sína.

Nokkrir helstu leikendanna úr þáttunum hafa þegar boðað komu sína, þ.á m. Larry Hagman, sem fór með hlutverk hins illræmda J.R., Linda Gray og Patrick Duffy.

Dallas hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi 1978 og voru þættirnir framleiddir til 1991.

Hagman kveðst hlakka til endurfundanna, sem haldnir verða á Southfork-búgarðinum norður af Dallas-borg í Texas. Hagman er 76 ára og sagði í viðtali við The Dallas Morning News að hann sé ekki viss um að komast á 40 ára endurfundina.

„Þrjátíu ár eru ekki lítið, og þættirnir eru enn mjög vinsælir,“ sagði Hagman.

Endurfundirnir verða opnir almenningi og kosta miðar á þá á bilinu 100 til 1.000 dollara. Sala á þeim hefst 22. ágúst. Boðið verður upp á flugeldasýningu, kántrítónleika, spurningasessjón með leikurunum og kynningarferðir um búgarðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir