Angela missti meira en 80 kíló

Hráfæði - Peru- og spínatsalat.
Hráfæði - Peru- og spínatsalat. mbl.is/Golli

Ang­ela Stokes kom til Íslands árið 2002 í þeim til­gangi að taka þátt  sjálf­boðaverk­efni á Sól­heim­um, þá 24 ára. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur var lík­am­legt ástand henn­ar slakt. Hún hafði frá barnæsku aukið jafnt og þétt við þyngd sína, borðað óholla fæðu í óhófi og var orðin afar þung eða um 140 kg. „Ég var alltof feit, alltaf þreytt, orku­laus, geðvond og alltaf veik eða slöpp,“ sagði hún.

„Ég var líka alltaf reið og sár,“ bæt­ir hún við. „Búin að gef­ast upp á sjálfri mér og mögu­leik­an­um á grönn­um og hraust­um lík­ama og reiðin, af­neit­un­in, sær­ind­in og þung­lyndið sem fylgdi lík­am­legu ástandi mínu litaði líf mitt. Ég sá það ekki fyrr en eft­ir breyt­ing­una, hversu lítið og fúlt líf mitt var. Ég lifði í vörn.

Þrátt fyr­ir að ég ætti aug­ljós­lega við offitu­vanda­mál að stríða þá átti ég afar erfitt með að vera nærri fólki sem talaði um offitu og ofát, megr­un og fleira. Ég lét sem ekk­ert væri en þegar ég var ein brotnaði ég niður og fór yfir sam­töl og at­huga­semd­ir fólks tím­un­um sam­an af þrá­hyggju. Velti mér upp úr áliti annarra og upp­gjöf minni. En án þess að gera nokkuð sem skipti máli. Ég var sem lömuð. Þótt­ist kannski gera eitt­hvað frá degi til dags en þær breyt­ing­ar og til­raun­ir til betra lífs voru alltaf til skamms tíma og ein­fald­lega alls ekki nógu stór­tæk­ar til að vinna á offitu minni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason