Britney elskar húsverkin

Britney með drengina sína prýðir forsíðu OK!
Britney með drengina sína prýðir forsíðu OK! AP

Britney Spears segist vera haldin „hreingerningaræði.“ Viðurkennir hún að hafa sérstakt dálæti á að þrífa glugga og búa til kvöldverð. Sér þyki slæmt ef húshjálpin vinni öll húsverkin.

„Ég og vinnukonan búum yfirleitt matinn til saman. Sean og Jayden elska spaghettíið hjá mér,“ segir Britney um syni sína tvo.

Í viðtali við bandaríska tímaritið OK! segist hún vera „hraust, hamingjusöm og spennt“ fyrir því sem framtíðin beri í skauti sér, og kveðst hafa samið lag fyrir strákana sína, og það verði á næstu plötu.

„Ég syng fyrir strákana. Ég samdi meira að segja lag fyrir næstu plötuna mína um þá, það heitir „My Baby.“ Það er mjög fallegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar