Bomban og prinsinn

Pamela Anderson
Pamela Anderson Reuters

ástamál fyrirsætunnar Pamelu Anderson hafa löngum vakið mikla athygli en ef eitthvað er að marka nýjustu fregnir slúðurmiðla vestanhafs þá hefur barmmikla bomban nú náð sér í feng aldarinnar. Pamela mun vera í sambandi við ónefndan mann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, og ekki hvaða mann sem er, heldur einhvern meðlim konungsfjölskyldunnar í landinu.

Pamela vill lítið tjá sig um hver þessi huldumaður sé en hún hefur einungis sagt fáum nánum vinum sínum rétt nafn hans. Aðrir fá bara að heyra gælunafn hans, Milk-sheik, eða Mjólkurhristinginn eins og það myndi útleggjast á íslensku.

Pamela mun hafa kynnst prinsi sínum á ferðalagi sínu til Abu Dhabi í júnímánuði en síðan þá hefur hún tilkynnt að hún muni, í samstarfi við konungsfjölskylduna, standa að byggingu umhverfisvæns hótels á svæðinu.

Hótelið mun koma til með að höfða vel til grænmetisætna og umhverfishippa því sængurfötin munu öll verða úr lífrænum efnum og baðvörurnar frá fyrirtækjum sem nota ekki dýr til að þróa vörur sínar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar