Bandaríski þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og leikkonan Portia de Rossi gengu í hjónaband í gærkvöldi á heimili sínu í Los Angeles, samkvæmt frétt á vef tímaritsins People. Að sögn talsmanns þeirra var um látlausa athöfn að ræða en þær opinberuðu trúlofun sína í kjölfar þess að yfirvöld í Kaliforníu heimiluðu samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband.
Þær voru báðar klæddar fatnaði frá Zac Posen við athöfnina en hringarnir voru frá Neil Lane. 19 gestir voru við athöfnina. Þær hafa verið par frá því um jólin 2004.