DeGeneres og de Rossi gefnar saman

Ellen DeGeneres og Portia de Rossi
Ellen DeGeneres og Portia de Rossi FRED PROUSER

Bandaríski þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og leikkonan Portia de Rossi gengu í hjónaband í gærkvöldi á heimili sínu í Los Angeles, samkvæmt frétt á vef tímaritsins People. Að sögn talsmanns þeirra var um látlausa athöfn að ræða en þær opinberuðu trúlofun sína í kjölfar þess að yfirvöld í Kaliforníu heimiluðu samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband. 

Þær voru báðar klæddar fatnaði frá Zac Posen við athöfnina en hringarnir voru frá Neil Lane. 19 gestir voru við athöfnina. Þær hafa verið par frá því um jólin 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar