Dóttir Heath Ledgers fær laun þriggja leikara

Reuters

Leikararnir Johnny Depp, Colin Farrell og Jude Law ánöfnuðu Matildu Ledger öll laun sín fyrir myndina The Imaginarium of Dr. Parnassus. Matilda er þriggja ára gömul dóttir Heath Ledgers heitins, en þetta var síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Leikararnir þrír vilja með þessu tryggja fjárhagslega framtíð stúlkunnar, en þeir komu að gerð myndarinnar eftir fráfall Ledgers.

Leikstjóri myndarinnar, Terry Gilliam, sagði leikarana þrjá drýgja mikla hetjudáð með þessu framlagi til dóttur kollega síns. „Þeir komu, unnu sína vinnu, gerðu okkur kleift að klára myndina, en þáðu engin laun fyrir,“ sagði Gilliam. „Ég er ánægður með það hvað þessir menn eru auðmjúkir og það er ástæðan fyrir því að þeir eru svona frábær viðbót við myndina. Það verður ljúfsárt að horfa á myndina þegar maður veit að Heath dó örfáum dögum eftir að atriðin hans voru tekin upp.“

Depp, Farrell og Law leika allir sama hlutverk og Ledger, það er mann að nafni Tony sem ferðast á milli vídda með hjálp töfraspegils.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar