Farðaðir snyrtipinnar

Konur hafa til fjölda ára haft þá venju að nota snyrtivörur til að fegra sig og fela lýti. Það er þó mun minna um að karlmenn stundi slíkar æfingar og þeir fáu sem það gera eru jafnvel litnir hornauga. Nú virðist hins vegar vera breyting þar á og eru snyrtivörufyrirtæki í auknum mæli farin að framleiða vörur sérstaklega hannaðar fyrir karlmenn.

Á síðustu árum hefur borið á karlmönnum sem eru sérstaklega meðvitaðir um útlit sitt, klæðaburð og snyrtimennsku. Það gæti á einhvern hátt tengst því að karlkyns dýr eru jafnan skrautleg frá náttúrunnar hendi. Til dæmis eru karlkyns páfuglar töluvert fallegri en kvenkyns og þannig er það með flest dýr að karlkynið er íburðarmeira. Og ástæðan fyrir þessum mun á kynjunum er einföld, því meir sem karldýrið skarar fram úr í útliti, því meiri líkur hefur það á því að næla sér í fýsilegan maka.

Af þessu náttúrulögmáli mætti leiða að eðlilegri venja væri að karlmenn förðuðu sig og snyrtu en konur síður. Þeir sem áður hafa lagt sig fram við að hugsa um hár sitt og láta hvítta tennurnar hafa nú margir hverjir stigið skrefinu lengra og byrjað að nota förðunarvörur. Karlmenn eru, eins og margar konur, hræddir við að eldast og vilja bæði fela hrukkur og hægja á öldrun húðarinnar með þar til gerðum kremum og smyrslum.

Í bandaríska dagblaðinu LA-Times er fullyrt að Pete Wentz, bassaleikari hljómsveitarinnar Fall Out Boy, sé að koma á legg sinni eigin snyrtivörulínu, en hann er einn þeirra karlmanna sem ekki hika við að nota snyrtivörur daglega. Hann hefur haft orð á því að þegar hljómsveitin hans ferðast um, noti hann meira af snyrtivörum en venjulega, þá sérstaklega til að fela bauga og önnur þreytumerki. Reyndar hafa flestar karlkyns stórstjörnur, til dæmis Brad Pitt og Johnny Depp, þann háttinn á að láta ekki sjá sig á opinberum viðburðum nema hafa allavega skellt smá meiki framan í sig.

Á netinu er hægt að finna fjöldann allan af myndböndum með leiðbeiningum um hvernig best sé fyrir karlmenn að farða sig. Einnig er hægt að finna ráð um umhirðu húðarinnar og augabrúna, sem samkvæmt snyrtiráðgjöfum eiga helst að vera vel plokkaðar. Svo er líka hægt að sjá myndbönd þar sem farið er nánar í smáatriði í förðun, til að mynda hvernig eigi að ýkja kinnbeinin, láta nefið virðast minna og hvernig karlmenn eigi að setja á sig sólarpúður. Fyrir þá sem eru áhugasamir og vilja prófa sig áfram með snyrtivörur er því tilvalinn byrjunarreitur að skoða sig aðeins um á netinu.

Erlendis hefur snyrtivörumerkið 4VOO, sem sértaklega sinnir karlmönnum, átt þónokkrum vinsældum að fagna. Á boðstólum er meðal annars púður, baugahyljari, sólarfarði, maskari, augnblýantur og varasalvi með collagen, fyrir stærri og þrýstnari varir. Og ef áhugasamir eru í vafa um hvað þetta allt saman er og vita ekki hvað þeir eiga að kaupa af þessu öllu saman þurfa þeir ekki að óttast. Í boði eru ýmsir byrjendapakkar sem ættu að henta hverjum og einum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan