Bræðrabylta tilnefnd til Iris-verðlaunanna

Grímur Hákonarson.
Grímur Hákonarson. mbl.is/Eyþór

Bræðrabylta, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, er á meðal 30 stuttmynda sem eru tilnefndar til Iris-verðlaunanna. Stuttmyndir sem fjalla um samkynhneigð eru tilnefndar til verðlaunanna, sem eru veitt árlega í Cardiff í Wales.

Bræðrabylta, sem fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa, hefur átt góðu gengi að fagna á erlendum kvikmyndahátíðum að undanförnu. Hún var valin besta stuttmyndin á Philadelphia International Gay & Lesbian Film Festival nýverið og hlaut áhorfendaverðlaunin á Palm Springs Gay & Lesbian Film Festival.

Myndin keppir m.a. við stuttmyndir sem fjalla um ófrískan karlmann og móður sem hrífst af kærustu sonar síns.

Iris-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 4. október nk. Sigurvegarinn hlýtur m.a. 25.000 pund (tæpar fjórar milljónir kr.) í verðlaunafé.

Heimasíða Iris-verðlaunanna.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir