Fer Tarantino loks yfir strikið?

Quentin Tarantino
Quentin Tarantino

Þjóðverjar eru margir hverjir ekki par hrifnir af myndinni Inglorious Bastards sem leikstjórinn Quentin Tarantino er með í bígerð. Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. Leikarar sem orðaðir hafa verið við myndina eru m.a. Brad Pitt og Mike Myers.

Myndin mun verða með afbrigðum ofbeldisfull, jafnvel miðað við fyrri myndir leikstjórans sem hafa síður en svo verið barnaefni. Þar verður meðal annars atriði þar sem þýskur hermaður er laminn ítrekað í höfuðið með hafnarboltakylfu þar til lítið er eftir af því og annað þar sem félagi hans er skotinn í klofið.

Þýskir gagnrýnendur segja þetta vera afturhvarf til áróðursmynda stríðsáranna þar sem Þjóðverjar voru eingöngu sýndir sem verstu varmenni. Kvikmyndagagnrýnandinn Tobias Kniebe sagði í samtali við The Telegraph að í myndinni rækist poppmenningin á viðkvæm söguleg atriði á borð við helförina og nasismann. „Afleiðingarnar af þessum árekstri eru ófyrirsjáanlegar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir