Fór hjá sér í kynlífsatriðunum með diCaprio

Kate Winslet
Kate Winslet

Ellefu árum eftir að hin gríðarvinsæla kvikmynd Titanic kom út leiða þau Kate Winslet og Leonardo diCaprio saman hesta sína á ný í kvikmyndinni Revolutionary Road sem væntanleg er innan tíðar. Eins og fyrri daginn leika þau par, og tökur á rómantískustu atriðunum voru ekki auðveldar fyrir Winslet því leikstjóri myndarinnar er eiginmaður hennar, Sam Mendes.

„Ég gat ekki hætt að tala um það hvað þetta væri skrýtið á meðan við vorum að taka upp kynlífsatriðin,“ sagði leikkonan í samtali við The Telegraph. „Leo sagði mér að láta ekki svona, en ég sagði við hann: Þú ert besti vinur minn, hann er maðurinn minn, þetta er svolítið vandræðalegt.“

Mendes tók undir með konu sinni og sagði: „Ég skal alveg viðurkenna að það var undarlegt að segja konunni minni til í ástarleikjum við annan mann. En það er svosem líka skrýtið þó að maður sé ekki giftur viðkomandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar