Plata U2 lak á netið

Bono.
Bono. Reuters

Væntanleg plata írsku rokksveitarinnar U2 er nú komin í umferð á netinu, eftir að forsprakkinn sjálfur Bono spilaði hana á hæsta styrk í sumarhúsinu sínu.

Það var eldheitur aðdáandi sveitarinnar sem átti leið um ströndina við stórhýsi söngvarans á Côte d'Azur í Frakklandi og heyrði rödd hans hljóma í ókunnuglegu lagi. Hann tók tónlistina upp og hlóð henni inn á myndbandasíðuna YouTube. Myndbandið er þar enn, en hljóðið hefur verið fjarlægt og sú ástæða gefin að um brot á höfundarrétti hafi verið að ræða.

Platan hefur ekki enn fengið nafn, en hljómsveitin hefur ekki gefið út plötu frá því að How to Dismantle an Atomic Bomb kom út fyrir fjórum árum. Þó hefur útgáfufyrirtæki Íranna skráð lén fyrir nafnið No Line on the Horizon og geta menn sér til um að það sé nafnið á plötunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar