Forræðisdeilan kostar 58 milljónir

Britney með son sinn, Jayden James.
Britney með son sinn, Jayden James. AP

Forræðisdeila Britneyjar Spears við Kevin Federline kann þegar upp verður staðið að kosta hana sem svarar tæpum 58 milljónum króna, að því er fram kemur í dómsskjölum.

Þar kemur fram að tvær lögmannastofur hafa sent Britneyju reikninga upp á samtals 466.000 dollara, eða sem svarar 38,5 milljónum króna. Því til viðbótar hefur Britney fallist á að greiða lögfræðikostnað Kevins, sem nemur um 250.000 dollurum, eða sem svarar 20 milljónum króna.

Hæsti reikningurinn er frá lögfræðingnum Stacy D. Phillips, sem segist eiga hátt í 407.000 dollara útistandandi fyrir fjögurra mánaða vinnu, og kveðst hafa því til viðbótar afskrifað 125.000 dollara.

Skipaður dómari í máli Britneyjar þarf að samþykkja reikninga lögfræðinganna áður en þeir fást greiddir.

Aðrir lögfræðingar sem unnið hafa fyrir Britneyju og föður hennar, Jamie, hafa gefið í skyn að þeir muni reyna að koma í veg fyrir að reikningarnir frá Phillips verði samþykktir. Í næsta mánuði munu lögfræðingarnir koma til fundar við dómarann til að ræða reikningana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir